Valmynd
Fréttir
FÍR fréttir *
Fréttabréf FÍR *
Blađagreinar *
Ađsendar greinar *
Gömul fréttabréf FÍR *
Upptökur
Gamli FÍR vefurinn
Video
Ályktanir stjórnar
Um félagiđ
Upplýsingar
Ljósmyndir
Tenglar
Spjallsvćđi FÍR
Stjórnarsvćđi
Gestabók
Umsóknareyđublađ
Póstlisti
GÖGN

Innskráing
  

» Gleymt lykilorđFÍR
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna
kt.531186-1179
Hverfisgötu 113-115
150 Reykjavik
fir@fir.is
 
Fréttir
13.07.2006 - Stefán Eiríksson / Nýskipađur lögreglustjóri á höfuđborgarsvćđinu
Ţann 10.júlí var rćtt viđ Stefán Eiríksson nýskipađan lögreglustjóra á höfuđborgarsvćđinu í ţćttinum Ísland í dag. Viđtaliđ má sjá međ ţví ađ smella á slóđina hér fyrir neđan.
 
 
Einnig var viđtal viđ Stefán Eiríksson í Morgunblađinu laugardaginn 8.júlí sl, og er viđtaliđ birt hér ađ neđan.
 
Morgunblađiđ 8.júlí 2006.
DÓMSMÁLARÁĐHERRA hefur skipađ Stefán Eiríksson, skrifstofustjóra í dóms- og kirkjumálaráđuneytinu, í embćtti lögreglustjóra höfuđborgarsvćđisins frá og međ 15. júlí nćstkomandi.

Stefán segir í samtali viđ Morgunblađiđ ađ nú taki viđ mikil undirbúningsvinna viđ stofnun lögreglustjóraembćttisins fram til nćstu áramóta en 1. janúar verđur embćttiđ formlega til međ gildistöku breytinga á lögreglulögum og lögum um framkvćmdavald ríkisins í hérađi, sem fela m.a. í sér fćkkun lögregluumdćma landsins úr 26 í 15. Umdćmi lögreglustjóra höfuđborgarsvćđisins nćr yfir Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbć, Kjósarhrepp, Kópavog, Garđabć, Hafnarfjörđ og Álftanes.

"Eins og lögin gera ráđ fyrir, ţá er hlutverk mitt fram ađ gildistöku breytinganna á lögreglulögunum ađ undirbúa hana, stilla upp ţessu nýja embćtti, setja upp skipurit og vinna ţetta ađ sjálfsögđu í samvinnu viđ alla ţá góđu menn og konur sem koma til međ ađ starfa hjá ţessu embćtti í framtíđinni," segir Stefán í samtali viđ Morgunblađiđ.

"Stóra verkefniđ fram undan er ţví ađ teikna ţetta embćtti upp frá grunni. Ţađ er mjög skemmtilegt og áhugavert tćkifćri fyrir mig ađ fá ađ gera ţađ," segir hann.

 

Sameining eykur möguleikana og kraftinn í löggćslunni

Spurđur segir Stefán alveg ljóst ađ breytingarnar á lögreglulögunum muni hafa mikla ţýđingu fyrir löggćsluna í landinu. "Ţađ held ég ađ allir sem hafa kynnt sér ţessi mál sjái og ţađ er forsendan fyrir og grunnurinn á bak viđ ţessar breytingar, ađ menn sjá ţađ fyrir sér ađ ţarna sé hćgt ađ ná út miklu meiri krafti í löggćslunni en áđur. Ţađ eru ađ sjálfsögđu mjög margir góđir hlutir í gangi hjá lögregluliđunum á höfuđborgarsvćđinu en menn telja ađ međ ţví ađ sameina ţau í eitt embćtti, ţá verđi krafturinn og möguleikarnir enn meiri," segir hann.

Stefán Eiríksson er 36 ára gamall, fćddur 6. júní 1970. Hann útskrifađist frá lagadeild Háskóla Íslands í febrúar 1996. Hafđi hann ţá ţegar hafiđ störf í dómsmálaráđuneytinu ţar sem hann hefur starfađ međ einum eđa öđrum hćtti síđan. Á árunum 1999 til 2001 starfađi Stefán í sendiráđi Íslands í Brussel sem sendiráđunautur á sviđi dóms- og innanríkismála og vann fyrir hönd dómsmálaráđuneytisins ađ málefnum Schengensamstarfsins, lögreglusamvinnu o.fl. Í ársbyrjun 2002 var Stefán skipađur skrifstofustjóri löggćslu- og dómsmálaskrifstofu dómsmálaráđuneytisins og hefur hann gegnt ţví embćtti síđan.

Síđustu ţrjú ár var Stefán formađur verkefnisstjórnar um nýskipan lögreglumála, sem skilađi skýrslu og tillögum til ráđherra í byrjun árs 2005. Hann var einnig formađur framkvćmdanefndar sem vann tillögur ađ lagafrumvarpi á grundvelli skýrslu verkefnisstjórnarinnar, sem ráđherra lagđi fyrir Alţingi í vetur og afgreitt var sem lög á seinasta ţingi.

Samhliđa háskólanámi starfađi Stefán viđ blađamennsku, á Tímanum í eitt ár og síđan sem blađamađur á Morgunblađinu frá 1991 til 1996. Stefán er kvćntur Helgu Snćbjörnsdóttur grunnskólakennara og eiga ţau tvo syni.

Til baka


eXTReMe Tracker