Valmynd
Fréttir
FÍR fréttir *
Fréttabréf FÍR *
Blađagreinar *
Ađsendar greinar *
Gömul fréttabréf FÍR *
Upptökur
Gamli FÍR vefurinn
Video
Ályktanir stjórnar
Um félagiđ
Upplýsingar
Ljósmyndir
Tenglar
Spjallsvćđi FÍR
Stjórnarsvćđi
Gestabók
Umsóknareyđublađ
Póstlisti
GÖGN

Innskráing
  

» Gleymt lykilorđFÍR
Félag íslenskra rannsóknarlögreglumanna
kt.531186-1179
Hverfisgötu 113-115
150 Reykjavik
fir@fir.is
 
Fréttir
25.08.2008 - FÍR lćtur ađ sér kveđa!

Þá er vetrarstarf FÍR hafið og á stjórnarfundi félagsins voru ýmiss mál rædd og staða rannsóknarlögreglumanna tekin fyrir.  Á fundinum voru Þórir Steingrímsson, formaður, Loftur Kristjánsson, meðstjórnandi,  Kristján I. Kristjánsson, varastjórn, Snorri Magnússon, ritari og varaformaður, Halldór Guðjónsson, meðstjórnandi og Hafliði Þórðarson, gjaldkeri. 

Tekið var fyrir:
• Fjárhagsstaða FÍR
• Námsstefna FÍR
• Stefna LL fyrir félagsdómi um bakvaktarmál rannsóknarlögreglumanna
• Staða LL í samningamálum
• Önnur mál

Fjárhagsstaða félagsins hefur ekki í annan tíma verið betri og má þakka það gjaldkera félagsins er heldur fast um „budduna“.  Stefnt er að því að hafa athyglisverða námsstefnu úti á landi í byrjun nóvember og eru félagar því hvattir til að spara.

Þá greindi Snorri frá stöðu stefnu LL fyrir félagsdómi, m.a. er tekist á um bakvaktarmál, hvíldardag lögreglumanna á virkum og venjulegum vinnudegi.  Snorri taldi að búið væri að forma stefnuna og er niðurstaða kæmi líklega um miðjan september.  Þá greindi Snorri að beðið væri eftir viðræðuáætlun frá samninganefnd ríkisins.  LL hefur tekið saman samningapunkta sem settir hafa verið saman.  Þá greindi hann frá athygliverðri vinnu sinni við greiningu á þróun meðaltalsgrunnlauna opinberra starfsmanna frá 1997 til 2007.   Í ljós hafi komið við samanburð á launum lögreglumanna og opinberra starfsmanna að laun lögreglumanna hafi þróast í að vera þó nokkuð undir meðaltali, en árið 1997 munu laun lögreglumanna hins vegar verið eilítið yfir meðaltali.  Almenn umræða var svo um kjaramál og nauðsynlegar úrbætur.   Snorri og Loftur, sem eru formaður og varaformaður LL vinna að undirbúningi samninga við ríkið og þökkuðu fyrir hugmyndir FÍR varðandi hugsanlegar leiðir og úrlausnir.

Til baka


eXTReMe Tracker